Þegar eðlisfræðin og ljóðið mætast verður til Ljósagangur, skáldsaga engri lík. Þetta er vísindaskáldsaga, fantasía, spennusaga en umfram allt: ljóðræn og tregafull ástarsaga full af fegurð og frumleika.
„Höfundur nær á einstakan hátt að skapa verk sveipað eiginleikum ljóðs og skáldsögu. Í reykvískum veruleika fléttast lögmál eðlisfræðinnar og ástarinnar saman á óvenjulegan hátt þar sem lesandinn hittir fyrir ólíklegar hetjur og skúrka. Spennan rís taktfast með framvindu sögunnar og heldur lesandanum hugföngnum og fullum eftirvæntingar. Sagan er frumleg, spennandi og í takt við stílbrögð ljóðlistarinnar skilur hún eftir rými til hugleiðinga.“
Umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna
„Ljósagangur er í senn furðuleg og falleg bók, vel skrifuð, húmorísk og snjöll.“
Snædís Björnsdóttir / Morgunblaðið ★★★★
„Áhugaverð saga sem leynir á sér og reynist þaulhugsuð. Höfundurinn blandar ástarsögu og vísindaskáldskap saman á skemmtilegan hátt og opnar glugga skáldsögunnar til þess að hleypa inn ljóðlist.“
Kristján Jóhann Jónsson / Fréttablaðið